SKILMÁLAR
Almennir skilmálar:
Með því að leigja samþykkir þú skilmála Sparileigunnar.
Skilmálar geta breyst án fyrirvara.
Þjófnaður og vangreiðslur verður kært til lögreglu.
Um leiguna:
Allar vörur Sparileigunnar eru til skammtímaleigu – þær eru ekki til sölu nema annað sé tekið fram.
Leigutími, afhending og skil eru ákveðin við bókun.
Vilji viðskiptavinur framlengja leigu skal hafa samband við Sparileiguna áður en skilatími rennur út.
Komi upp vandamál við afhendingu eða skil á vöru, skal hafa samband við Sparileiguna.
Viðskiptavinum er með öllu óheimilt að framleigja eða selja/lána vörur Sparileigunnar til þriðja aðila.
Bókanir
Bókanir fara fram í gegnum einkaskilaboð á Instagram á síðu Sparileigunnar.
Vara telst ekki bókuð fyrr en greiðsla berst.
Vara sem leigð er hjá Sparileigunni er einungis ætluð þeim sem leigir vöruna.
Ábyrgð:
Viðskiptavinur ber ábyrgð á vöru frá afhendingu að skilum.
Ef vara verður fyrir svo miklum skemmdum að hún teljist ónothæf krefur Sparileigan viðskiptavin um full verðmæti vörunnar að frádreginni leigu.
Verði varan fyrir tjóni á leigutíma skal viðskiptavinur tilkynna það áður en vörunni er skilað. Sé tjónið svo alvarlegt að varan verði ónothæf, skal hafa samband við Sparileiguna strax.
Sparileigan áskilur sér rétt til að innheimta fullt verðmæti vörunnar verði hún fyrir varanlegu tjóni, sem miðast við upphaflegt kaupverð vörunnar, að frádreginni leigu, svo sem vegna skemmda eða þjófnaðar. Að öðrum kosti getur Sparileigan innheimt minniháttar gjald til að standa undir kostnaði við blettahreinsun og/eða viðgerðir.
Þrif og viðhald
Viðskiptavinum er ekki heimilt að þrífa né gera við flíkur. Sparileigan sér alfarið um þrif og viðhald.
Tryggingagjald (valfrjálst) er 1500 kr og nær yfir bletti og minniháttar viðgerðir.
Trygging nær ekki yfir varanlegt tjón.
Sein skil og afbókanir
Þurfi viðskiptavinur að afbóka vöru skal hafa samband við Sparileiguna sem fyrst. Til að eiga rétt á endurgreiðslu þarf afbókun að berast með að minnsta kosti 48 klst fyrirvara.
Ef til þess kemur að Sparileigan þarf að afbóka vöru vegna skemmda eða vanskila fær viðskiptavinur endurgreitt að fullu.
Sjái viðskiptavinur sér ekki fært að skila vöru á réttum tíma skal hafa samband við Sparileiguna sem fyrst.
Sparileigan áskilur sér rétt á að rukka daggjald, 2000kr, fyrir hvern dag sem vöru skilað er seint.
Ef vanskil koma upp sem verður til þess að annar viðskiptavinur fær ekki útleigða vöru, skal viðkomandi greiða fyrir þá leigu.
Annað
Verð og stærðir eru birt með fyrirvara um breytingar.
Viðskiptavinir eru beðnir um að mæta ekki með nýja brúnku í mátun. Eins eru viðskiptavinir hvattir til þess að mæta án farða/með lítinn farða til þess að koma í veg fyrir blettamyndun í mátun.